
Stjórn félagsins fagnar þeim áfangasigri að einangrun færist niður í 14 sólarhringa úr fjórum vikum og tekur það gildi frá og með 1. mars n.k. Er það stórt framfaraskref við innflutning og er að sama skapi lyftistöng fyrir hundarækt hér á landi. Síðast en ekki síst er það mun minna álag á dýr að sæta tveggja vikna einangrun en fjögurra vikna.
En betur má ef duga skal! Enn eru atriði sem stjórn telur að skoða þurfi betur. Útfrá áhættumatinu fæst ekki betur séð en að gæludýravegabréf ætti að nægja sem sóttvörn, sér í lagi vegna flutnings hunda frá Norður Evrópu. Og meðan stjórnvöld telja einangrun að einhverju leyti nauðsynlega ættu tíu dagar að duga eins og þekkist í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Að sama skapi er óskiljanlegt hvers vegna eigendur mega ekki heimsækja dýrin sín meðan á einangrun stendur. Því er verk eftir óunnið í einangrunarmálum og mun félagið halda áfram að vinna þeim málum brautargengi.

Umsögn (2) HRFÍ einangrun gæludýra.pdf |

Umsögn HRFÍ Einangrunarstöðvar |