Samkomulag er um að HRFÍ greiði 2,5 milljón kr. til Íslandsbanka og að þeirri fjárhæð verði varið til að greiða inn á skuldina gegn því að Íslandsbanki felli niður það sem eftir stendur, eða í dag um 8,2 milljón kr.
Fundurinn samþykkir jafnframt að allir félagsmenn greiði HRFÍ 1.700 kr. þannig að með samstilltu átaki safni félagsmenn þessum 2,5 milljón kr. sem nýttar verða til uppgjörs við Íslandsbanka. Greiðsluseðlar verða sendir í heimabanka félagsmanna, en verða ekki sendir út á pappír. Gjalddagi verður 10. október 2013, eftir þann tíma verður ekki hægt að nýta sér þjónustu félagsins án þess að hafa greitt gjaldið.
1.700 kr. gjald verður því lagt á árgjald 2014 hjá þeim félagsmönnum sem ekki greiða gjaldið á árinu 2013.
Á fundinum kom jafnframt fram að einhverjir félagsmenn vilja greiða hærri upphæð en styrkurinn hljóðar uppá og er það að sjálfsögðu vel þegið, reiknisnúmer söfnunarinnar er 515-26-700230. Kt: 680481-0249, vinsamlega merkið greiðsluna “styrkur”.
Hér má nálgast glærur af fundinum sem sýna stöðuna.