
Dagskrá:
- Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað.
- Kosning um að félagið festi kaup á fasteigninni að Melabraut 17, efri hæð.
Kosningarétt og kjörgengi á fundinum eiga þeir sem greitt hafa félagsgjald sitt fyrir 2022, að lágmarki fimm virkum dögum fyrir fundinn eða 26. september. Hægt er að greiða félagsgjald á www.hundavefur.is.
Kosning mun fara fram með kjörseðlum sem afhentir verða á fundinum. Að lokinni kosningu fer fram talning á kjöri og verður niðurstaðan kunngerð að lokinni talningu.
Fasteignin sem kosið er um kaup á er staðsett að Melabraut 17 í Hafnarfirði með fastanúmer 207-7816. Húsnæðið er allt á einni hæð og er gengið beint inn í húsnæðið (þ.e. ekki eru tröppur). Húsnæðið er 456,9 m2 Þann 21. september gerði stjórn tilboð í fasteignina, 100 m.kr. með fyrirvara um samþykki félagsfundar, fjármögnun og samþykki eigenda á neðri hæð hússins um starfsemi Hundaræktarfélagsins. Tilboðið var samþykkt þann 23. september og hefur félagið 10 daga til að sækja samþykki félagsmanna og þá lánsfjármögnun sem þarf til að fjármagna kaupin.
Stjórn Hundaræktarfélags Íslands