
Vefurinn hefur nú verið opnaður aftur. Notkun á lausninni er ókeypis.
Slóðin er á : http://www.flugeldahljod.com/
Tilgangurinn með því að setja upp vefinn var að gera eigendum gæludýra hér á landi kleyft að fara gegnum svokallaða habituation eða desensitization noise phobia therapy aðferð með gæludýrin án endurgjalds. Tilgangurinn var líka að reyna að fá fram reynslusögur (testimonaials) af því að nota þessar lausnir, en á vefnum er bæði boðið upp á „klassíska“ lausn, og svo nýjung sem hefur verið þróuð sem er í fimm hlutum, sem á að gera ferlið einfaldara, auðveldara, og öruggara.
Til þess að þetta beri sem bestan árangur fyrir dýrin er mikilvægt að hefja undirbúning áramótanna sem fyrst.