Það liggur ljóst fyrir að ekki verður hægt að halda sýningar þær sem áætlaðar voru nú í október vegna sóttvarnarreglna og stöðu smita í samfélaginu.
Til að byrja með áætlum við að færa sýningarnar fram í nóvember og vonum að staðan muni þá verða betri. Nánari upplýsingar verða birtar síðar en eins og áður þá munu þeir sem óska eftir að fella niður skráningar á sýningarnar hafa kost á því og eru þá beðnir um að senda okkur póst á hrfi@hrfi.is.
Sýningar sem munu færast til en verða þá vonandi í nóvember eru;
Meistarasýning og keppni ungra sýnenda 10. og 11. október
Hvolpasýning 17.-18. október
Meistarasýningar 24. og 25. október
Við erum að vinna í að finna nýjar dagsetningar og munum gefa þær út eins fljótt og auðið er.
Farið varlega og við sjáum vonandi brátt á sýningu, Sýningarstjórn