Nú er Crufts hundasýningin hafin í Birmingham og eigum við stórglæsilegan fulltrúa félagsins á meðal keppenda í ungum sýnendum. Vaka Víðisdóttir mun keppa á laugardaginn, kl. 10.10, 12.10 og svo í lokakeppninni um klukkan 17.00. Við fylgjumst stolt með Vöku og vitum að hún á eftir að standa sig með mikilli prýði. Hér má sjá beinar útsendingar frá Crufts um helgina. |