Mánudaginn 1. nóvember nk. verður haldið ritara- og hringstjóranámskeið fyrir áhugasama félagsmenn ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið fer fram á skrifstofu HRFÍ og hefst kl. 19. Farið verður bæði yfir starf hringstjóra og ritara. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu en gert er ráð fyrir að þeir sem sitja námskeiðið gefi kost á sér til vinnu á næstu sýningum félagsins. Skráning fer fram á skrifstofu félagsins í síma 588-5255 eða í tölvupósti á netfangið hrfi@hrfi.is. Námskeiðið er frábært tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga að stíga inn í hringinn sem starfsmenn. Sýningar eins og annað starf félagsins velta á framlagi félagsmanna. |