Gagnagrunnurinn okkar er nú kominn á netið á vefslóðinni hundavefur.is. Vefurinn kemur inn í skrefum og fyrsta skrefið er að koma gagnagrunninum inn, meðlimakerfinu ásamt sýningarkerfinu sem við þekkjum frá DKK en er nú í gegnum okkar eigin vef. Viljum taka það fram að þýðing yfir á íslensku er enn í vinnslu og kemur inn jafnt og þétt þar sem vantar, ensk orð eru í staðinn ef valin er íslenska og síðan er í boði á ensku líka. Í framhaldi mun meiri virkni á vefnum opnast á nýju ári, svo sem eigendaskipti, titla umsóknir, got skráningar, skráning á aðra viðburði og fleira, það verður allt ítarlega kynnt þegar kemur að því.
Til að virkja aðganginn sinn þarf að fylgja eftirfarandi skrefum:
- Farið inn á hundavefur.is og smellt á log in/innskráning: HRFI (hundavefur.is)
- Fylla þarf út upplýsingar hægra megin á skjánum fyrir NÝJAN NOTANDA – þeir sem eru með netfang skráð hjá félaginu ættu að nota það hér ef þeir geta, hægt er að breyta netfanginu eftir á ef þess er kosið
- Í framhaldi af því kemur staðfestingar póstur á netfangið sem þarf að opna og virkja notandann til að geta haldið áfram
- Þegar því er lokið er hægt að skrá sig inn á Hundavefinn og ef notað var sama netfang og er á skrá hjá félaginu ættu hundarnir í eigu aðilans að koma upp undir „Mínir hundar“ – ef það gerist ekki endilega sendið póst á hrfi@hrfi.is, merkt „Aðgangur að Hundavef“ með upplýsingum um eiganda og netfang sem á að vera skráð, það verður kíkt á þau mál og lagað sem fyrst
Smá leiðbeiningar við leit í gagnagrunninum, þegar smellt er á ítarleg leit til að leita af hundum þarf að nota stjörnu „*“ til að fá upp t.d. alla hunda með sama ræktunarnafn (dæmi: Snata*, þá koma upp allir hundar sem byrja á Snata…) eða leita eftir öllum sem hafa Snati í nafninu (dæmi: *Snati, fyrir þá sem hafa eitthvað á undan „Snati“, eða þá *Snati* sem bera möguleg önnur nöfn í kringum „Snati“). Við vekjum athygli á því að leitin er tímabundin á þennan hátt, á nýju ári verður grunnurinn uppfærður og þá verður leitin einfaldari ásamt breyttu útliti á grunninum.
Bendum fólki á að það vantar inn ný skráða hunda síðan 21. september síðast liðinn. Unnið er að því að koma þeim inn í grunninn.
Við biðjum áhugasama að stofna aðgang og kíkja á nýja vefinn og gagnagrunninn – biðjum ykkur líka að sýna okkur biðlund meðan við finnum út úr ýmsum málum sem kunna að koma upp við notkun í byrjun.