Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Hvar er áhættumatið?

15/8/2018

 
Picture
Í september á síðasta ári óskaði Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) eftir nýju áhættumati varðandi einangrun innfluttra hunda og katta. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi landbúnaðarráðherra hafði milligöngu um að fá Dr. Preben Willeberger dýralækni til að framkvæma matið og skyldi ljúka vinnunni um miðjan apríl 2018. Ekkert hefur frést af matinu þrátt fyrir ítrekaðar eftirleitanir af hálfu HRFÍ.
​
Á sama tíma skýtur upp kollinum umfjöllun í fjölmiðlum um nauðsyn einangrunar. Nýlega var birt yfirlitsgrein í Búvísindum sem fjölmiðlar kjósa að gera sér mat úr.  Í yfirlitinu eru settar fram nokkrar hugmyndir um mögulegar ástæður áður ógreindra sníkjudýra hér á landi, getið er um ferðamenn og farangur en einnig eru talin til innflutt gæludýr. Horft er til 26 ára sögu einangrunar, vitnað til samtala við dýralækna og minnis þeirra.  Á þessum grunni er sett fram sú tilgáta að sníkjudýr hafi borist með gæludýrum sem sætt hafa einangrun og hún talin styrkja rök um nauðsyn fjögurra vikna einangrunar þeirra við komu til landsins.  Engin tilraun er gerð til að sanna tilgátuna né afsanna, leita annarra mögulegra skýringa ellegar bera saman aðrar mögulegar lausnir.  

​HRFÍ telur þau rök sem fram hafa komið um lengd einangrunar gæludýra ekki standast! Við höfum ekki fengið nein gögn sem styðja að fjögurra vikna einangrun sé nauðsynleg né að hún bæti nokkru við þær bólusetningar, rannsóknir og meðferð sem dýrin þurfa að undirgangast áður en þau fá að koma inn í landið.  HRFÍ bendir einnig á að skilyrði þetta uppfyllir ekki kröfur um velferð dýra hér á landi. Þess má geta til samanburðar að í Ástralíu og á Nýja Sjálandi er einangrun gæludýra 10 dagar. Nokkurra ára reynsla þar í landi hefur reynst vel, þar er gerður greinarmunur hvaðan gæludýr eru flutt inn enda áhættan misjöfn.  Þar eru líka leyfðar heimsóknir meðan á einangrunarvistun stendur til að tryggja velferð dýranna meðan einangrun varir.   HRFÍ kallar eftir niðurstöðum áhættumatsins og í framhaldi endurskoðun á reglum um einangrun gæludýra.  Gerð er krafa um að aðrar smitvarnir en innilokun dýra séu nýttar, séu þær í boði og að lengd einangrunarvistar sé ekki lengri en nauðsyn krefur og að vistunin sé gerð dýrunum eins bærileg og hægt er með velferð þeirra að leiðarljósi.  
 
15. ágúst 2018
 
Stjórn Hrfí


Comments are closed.

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole