Keppni ungra sýnenda verður einnig haldin á hvolpasýningunni, þar geta ungir sýnendur á aldrinum 10-17 ára tekið þátt. Keppnin gildir til stiga um sýningahæstu ungu sýnendur ársins. Dómari verður Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir.
Skráning hefur verið opnuð og má skrá á sýninguna hér, skráningu lýkur 6. júní á miðnætti – tökum daginn frá, skráum hvolpinn okkar og eigum skemmtilegan dag saman í sól og sumaryl í júní!
Fyrir þá sem vantar leiðbeiningar með skráningu má finna góðar leiðbeiningar hér (efsta myndbandið).