
Þrír íslenskir dómaranemar dæma í þremur sýningarhringjum samtímis. Áhorfendum er leyfilegt að koma með sína eigin stóla, borð og tjöld og sitja við sýningahringi. Sýninganúmer verða afhent á staðnum.
Keppt er um Besta hvolp dagsins 3-6 mánaða og Besta hvolp dagsins 6-9.mánaða og í lokin verður valið Besti hvolpur sýningar.
Hér má sjá dagskrá sýningarinnar sem er í boði Dýrheima, umboðsaðila Royal Canin á Íslandi.