Eftirfarandi sýningadómarar HRFÍ munu sjá um dómgæslu: Auður Sif Sigurgeirsdóttir, Herdís Hallmarsdóttir, Lilja Dóra Halldórsdóttir, Sóley Halla Möller, Sóley Ragna Ragnarsdóttir, Þorsteinn Thorsteinsson og Þórdís Björg Björgvinsdóttir.
Opið er fyrir skráningu á sýninguna sem fram í gegnum Hundeweb.dk til og með 12. október kl. 23:59, nánar um skráningu á sýningar má finna hér.
Athugið að dómari sem er tilgreindur í skráningakerfi er ekki endilega dómarinn sem dæmir tegundina.
Félagið biður alla þátttakendur að fylgja gildandi sóttvarnarreglum í hvívetna og takmarka tíma sem dvalið er á sýningasvæði og fjölda sem fylgir hverjum hundi. Frekari leiðbeiningar vegna sóttvarna verða birtar þegar nær dregur sýningu.
Góð upplifun og æfing fyrir hvolpinn er í fyrirrúmi á hvolpasýningu og hlökkum við til að sjá upprennandi sýningahunda félagsins á þessum skemmtilega viðburði.
Félagið heldur röð meistarasýninga í október, sjá nánar um þær hér.