Hvolpasýning HRFI verður að þessu sinni haldin á föstudagskvöldinu 24.júlí á túninu við reiðhöllina í Víðidal. keppt verður í tveimur sýningahringjum og hefjast dómar kl.18.00. 64 hvolpar af 22 tegundum eru skráðir til keppni.
Dómarar eru Lilja Dóra Halldórsdóttir, Ásta María Guðbergsdóttir og Jan Törnblom. Endaleg úrslit verða svo í tengslum við úrslit á Reykjavík Winner sýningu félagsins daginn eftir.
Dagskrá sýningar.
Keppni ungra sýnenda
Öflugt barna- og unglingastarf er starfrækt innan félagsins og að þessu sinni taka 18 ungmenni þátt í keppni ungra sýnenda, föstudagskvöldið 24. júlí kl.18:00 í Víðidalnum. Dómari í þeirri keppni er Denis Sabolic frá Króatíu.