Starfsmaðurinn, sem leitað er, mun koma að flestum þeim verkefnum sem skrifstofa félagsins hefur á sinni könnu í samvinnu við verkefnastjóra. Þannig felur starfið meðal annars í sér almenn skrifstofustörf, undirbúning og framkvæmd viðburða (t.d. hundasýninga), umskráningu erlendra ættbóka, útgáfu ættbóka og annað sem til fellur.
Við leitum að einstaklingi sem;
- er skipulagður og áreiðanlegur
- býr yfir góðri tölvuþekkingu og á auðvelt með að tileinka sér nýjungar
- hefur ríka þjónustulund
- hefur gott vald og íslensku og ensku í ræðu og riti
- hefur áhuga á hundum og þekkingu á starfi félagsins
Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2017 og skal umsóknum skilað á netfangið gudny@hrfi.is merkt „Skrifstofa HRFI“. Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf