Skráningagjald er kr. 4.500 á hund og keppt verður í fjórum aldursflokkum:
- Hvolpaflokkur (4-9 mánaða)
- Unghundaflokkur (9-24 mánaða)
- Opinn flokkur (2-8 ára)
- Öldungaflokkur (8 ára og eldri)
Hvernig gengur útsláttarkeppni fyrir sig?
Keppninni verður þannig háttað að í hverri umferð verður dregið í 3-4 hunda holl. Hvert holl mætir til eins dómara sem velur 2 hunda áfram í næstu umferð. Þegar öll holl í hverri umferð hafa verið dæmd er dregið í ný holl fyrir næstu umferð. Þannig gengur þetta áfram þar til eftir standa 4-5 hundar í hverjum aldursflokki sem settir eru svo í Best In Match sæti í hverjum flokki fyrir sig.
Skráning í keppnina
Skráning verður með sama hætti og venjulegu sýningarnar hjá félaginu, í gegnum hundeweb.dk. Ekki verður tekið við skráningum á skrifstofu. Hefbundnir flokkar munu birtast í valmynd en flokkar verða sameinaðir í fjóra stærri flokka. Hvolpaflokkurinn verður sameinaður af hvolpum 4-6 og 6-9 mánaða. Í Unghundaflokki verða ungliðar og unghundar saman. Hundar 2-8 ára keppa í opnum flokki, hvort sem þeir eru meistarar eða ekki. Öldungaflokkur verður hefbundinn.