
1. Þátttökunúmer
Á næstu 2-3 dögum fáið þið sýningarnúmer hundanna ykkar send í tölvupósti, vinsamlega athugið að pósturinn kemur frá „Dansk Kennel Klub“ og er frá sjálfvirku netfangi og er því miður ekki á íslensku nema að litlum hluta en þess í stað fáið þið stórkostlegt tækifæri til að æfa ykkur í dönsku. Ef sýningarnúmerið berst ekki hafið þá samband við miðasölu á sýningunni.
2. Sýningarskrá
Í þessarri fyrstu keyrslu á kerfinu verða hnökrar á einhverjum upplýsingum í sýningarskrá. Til dæmis getur verið að litur hunda sé rangt skráður eða að einhverja titla vanti og eins birtist einungis fyrsti eigandi hunds í skránni. Ekki láta ykkur bregða þó það slæðist inn danska hér og þar. Skráin verður rafræn og aðgengileg á sýningardegi en einnig verður hún útprentuð eins og áður. Slóð á skránna verður birt á vefnum á sýningardegi.
3. Umsagnir
Umsagnir verða skráðar inn rafrænt á sýningunni og verður hægt að skoða þær um leið og hundur er búinn í dómi. Slóðin á umsagnir og úrslit hringja verður birt á vef hrfi.is og verður hægt að prenta út umsagnir á staðnum gegn smávægilegu gjaldi ellegar prenta sjálfur þegar heim er komið. Umsagnir allra hunda og einkunnir þeirra verða þannig aðgengilegar áhugasömum á vefnum.
Við hlökkum til að taka þetta fyrsta skref með nýtt sýningarkerfi og óskum ykkur allrar velgengi og góðrar skemmtunar á Winter Wonderland sýningunni.
.