Í lok ágúst hóf HRFÍ samstarf við sænska hundaræktarfélagið um aflestur mjaðma- (HD) og olnbogamynda (ED). Áfram verður hægt að senda til Bandaríkjanna og eins verður áfram hægt að senda myndir sem berast á filmu til Noregs (ekki á CD) ásamt Spondylosis myndum.
Myndirnar eru sendar rafrænt frá dýralækninum sem myndar hundinn til SKK. Aflesturinn tekur ca 1-2 vikur með þessari leið. Þegar SKK hefur lesið úr myndunum er niðurstaðan ásamt reikningi fyrir aflesturinn send HRFÍ. HRFÍ gefur þá út reikning fyrir aflestri myndanna og þegar hann hefur verið greiddur fæst niðurstaðan.
Aflestur HD mynda til SKK (nýja leiðin) 6.500 kr.
Aflestur HD og ED mynda til SKK (nýja leiðin) 10.500 kr.
Aflestur HD mynda til NKK (gamla leiðin) 8.500 kr.
Aflestur HD og ED mynda til NKK(gamla leiðin) 13.500 kr.
Aflestur HD mynda til Bandaríkjanna (OFFA) ca. 4.300 kr. (fer eftir gengi).
Aflestur HD og ED mynda til Bandaríkjanna (OFFA) ca. 4.900 kr. (fer eftir gengi).
ATH - hundurinn þarf að hafa náð 2 ára aldri við myndun til þess að myndirnar séu teknar til greina hjá OFFA í Bandaríkjunum. HRFÍ hefur enga aðkomu að aflestri mynda í Bandaríkjunum og því þurfa eigendur að koma afriti af niðurstöðu hundsins til skrifstofu HRFÍ.