Á sýninguna eru skráðir rúmlega þúsund hundar, auk ungra sýnenda. Dæmt verður í sjö hringjum báða daga og hefjast dómar að venju kl. 9.
Dómarar að þessu sinni verða Åke Cronander (Svíþjóð), Dagmar Klein (Rúmenía), Hans Van den Berg (Holland), Jari Partanen (Noregur), Paula Rekiranta (Finnland), Rui Oliveira (Portúgal) og Thomas Rohlin (Danmörk).
Við vekjum athygli á því að tegundahópur 10 hefur verið færður yfir á laugardag og að áður auglýsti dómarinn Svend Løvenkjær mun dæma á október sýningunni í stað þessarar.
Hér að neðan má sjá dagskrá sýningar og PM með hefðbundnum fyrirvara um villur og breytingar. Dagskrá úrslita verður birt þegar nær dregur.

Dagskrá - Laugardagur 12. ágúst |

Dagskrá - Sunnudagur 13. ágúst |

PM hringja 12.-13. ágúst |

Dagskrá úrslita |