Við skulum ganga vel um flotta sýningarsvæðið og vera hundaeigendum til fyrirmyndar. Nú hefur samkomutakmörkunum verið aflétt en minnum sýningargesti að gæta að sjálfsögðu að persónulegum sóttvörnum sem fyrr.
Dómar hefjast kl. 9 (nema einn hringur á sunnudag) og úrslit áætluð kl. 15:30 báða dagana – Dagskrá, PM og dagskrá úrslita má finna hér.
Veitingasala verður í veislusal hallarinnar. Aðgangur á sýninguna kostar 1.000 kr.
Hlekki fyrir sýningaskrá, umsagnir og úrslit má finna inn á Hundavefur.is, undir sýningar og þar er hægt að velja um úrslit, sýningaskrá eða úrslit í úrslitahring, og velja árið 2022 þar undir.
Nokkrir punktar sem fara skal yfir fyrir helgina:
- Vinsamlegast keyrum hægt í hesthúsahverfinu - mikið var um of hraðan akstur á svæðinu á sýningunni í nóvember
- STANGLEGA BANNAÐ er að vera með hunda á reiðstígum ásamt því að leggja á reiðstígum eða við hesthúsin í hverfinu, næg bílastæði eru við höllina og nóg pláss til að viðra hundana, ásamt pissusvæði innan dyra við ingang.
- Hundar eru ekki velkomnir upp í stúku eða í veislusal þar sem veitingasala er.
- Hundur á sýningasvæði skal vera í stuttum taumi og tryggt að hundur sé ávallt undir stjórn ábyrgðaraðila hans. Hundar mega ekki vera í útdraganlegum taumi.
- Þeir sýnendur sem eru með SNYRTIBORÐ með sér þurfa að vera með undirbreiðslu undir borðið. Til dæmis má nota teppi, handklæði eða plastundirbreiðslu.
- Hirða þarf upp eftir hundinn INNI OG ÚTI og þrífa með þess tilgerðum áhöldum. Pokar, sótthreinsisprey og pappír er sem fyrr að finna m.a. á borðum við hringi. Við hvetjum fólk til þess að tryggja það að ræsta hundana ÁÐUR en komið er inn í höll og benda öðrum þátttakendum á að hirða upp eftir sína hunda fari það fram hjá þeim.
- Haldið svæðinu í kringum ykkur hreinu. Með samstilltu átaki getum við sýnt og sannað að við getum verið til fyrirmyndar þegar kemur að umgengni en vitað er að það er ein helsta gagnrýni á hundahald. Okkur langar ekkert að vera úti í kulda og frosti á vetrarsýningu.
- Dæmt verður í 7 hringjum báða daga og hefjast dómar kl. 9, að undanskildum einum á sunnudegi sem hefst kl. 9:30. Verður hvorum degi skipt upp í tvö holl, fyrir og eftir hádegi, þar sem síðara holl hefst kl. 13:00.
- Veitingasala verður á staðnum í veislusalnum frá kl. 9-16 ásamt því að miðasalan og rósettusalan verða á sínum stað. Aðgangur kostar 1.000 kr.
- Við minnum félagsmenn á þau ákvæði í reglugerð nr. 80/2016 er varðar velferð gæludýra þegar valdir eru sýningartaumar og ólar. Félagið hvetur félagsmenn til að nýta sér búnað sem er í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.
Við hlökkum til að sjá ykkur og halda þessa fyrstu sýningu ársins! Gangi ykkur vel og munum persónulegar sóttvarnir.