Föstudagskvöldið 2. mars verður hvolpasýning HRFÍ og Royal Canin sem hefst kl. 18.00. Þar munu 155 hvolpar keppa um titilinn "Besti hvolpur sýningar" í tveimur aldurs flokkum, 3-6 mánaða og 6-9 mánaða.
Keppni ungra sýnenda hefst kl. 17 en þar eru 19 ungmenni skráð til leiks. Dómari í þeirri keppni verður Rebecca Govik (Svíþjóð).
Alþjóðleg sýning fer svo fram laugardag og sunnudag en þar verða samtals 652 hundar sýndir í dóm. Dómar munu hefjast kl. 9.00 báða daga og verður dæmt í fjórum hringjum á laugardeginum og fimm hringjum á sunnudeginum. Dómarar sýningar eru Göran Bodegård (Svíþjóð), Tiina Taulos (Finnland), Tuire Okkola (Finnland), Rui Oliveira (Portúgal) og Sóley Ragna Ragnarsdóttir (Ísland).
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá hringja á sýningunni - ATH. að þessi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar á röðun tegunda inn í hring.
Hér er hægt að sjá dagskrá hringja á sýningunni.
![]()
![]()
| ![]()
|