
Í september var starf verkefnastjóra auglýst og sá Sverrir Briem hjá Hagvangi um allt ráðningarferlið. Þegar búið var að fara í gegnum allar umsóknir voru fulltrúar stjórnar HRFÍ boðaðir til að vera viðstaddir viðtöl nokkurra umsækjenda. Auður Sif Sigurgeirsdóttir og Pétur Alan Guðmundsson voru fulltrúar stjórnar í viðtölunum. Var það einróma álit Sverris og fulltrúa stjórnar HRFÍ að Guðný væri mjög hæf í starfið enda með menntun og reynslu sem á án efa eftir að koma sér vel í starfinu.
Stjórn HRFÍ býður Guðnýju velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins.