
Einnig er gaman að geta þess að íslenskur sýningardómari mun dæma á sýningunni og verður þar með annar íslenski dómarinn til að dæma á Heimssýningu. Herdís Hallmarsdóttir mun dæma tegundirnar labrador retriever, australian shepherd og þjóðarhundinn íslenska fjárhundinn nú í ár en árið 2008 dæmdi Guðrún Ragnars Guðjohnsen fyrrum formaður HRFÍ íslenska fjárhundinn á sömu sýningu í Stokkhólmi. Við fylgjumst spennt með og erum stolt af því að eiga okkar fulltrúa á sýningunni.
Hægt verður að fylgjast með beinum útsendingum af sýningunni hér og einnig er hægt að fylgjast með hér