Dæmi um verkefni nefndarinnar:
- viðtöl við t.d. ræktendur, dómara, dýralækna, þjálfara og hundafólk.
- greinaskrif um t.d. þjálfun, íþróttir, veiði, sögu, heilsu og hundasýningar.
- fréttir um það sem er að gerast hjá félaginu og úti í hinum stóra hundaheimi.
- skipulagning á fræðsluviðburðum félagins.
Hæfniskröfur:
- jákvæðni og áhugi á hundum og hundatengdum málefnum.
Athugið að ekki er nauðsynlegt að vera með framúrskarandi íslensku og stafsetningarkunnáttu til að vera í nefndinni. Reynsla af greinaskrifum er ekki skilyrði og allir áhugasamir eru velkomnir.
Áhugasamir hafi samband á netfangið hundasamur@hrfi.is – Linda Björk Jónsdóttir, ritstjóri Sáms.