Dómarar sýningarinnar voru þau George Schogol frá Georgíu, Irina V. Poletaeva frá Finnlandi, Rafael Malo Alcrudo frá Spáni, Svante Frisk frá Svíþjóð og Svend Løvenkjær frá Danmörku.
Á föstudagskvöldinu voru hvolpar dæmdir í fjórum hringjum samtímis en keppni ungra sýnenda var í fimmta hringnum og dæmdi Svante Frisk þá keppni.
Sigurvegari 3-6 mánaða hvolpa var íslenski fjárhunds hvolpurinn Snætinda Seigla í eigu Valentina Faggionato en ræktendur hennar eru Sunna Líf Hafþórsdóttir, Hafþór Snæbjörnsson og Unnur Sveinsdóttir.
Sigurvegari 6-9 mánaða hvolpa var íslenski fjárhunds hvolpurinn Stemma Rektorsdóttir frá Ólafsvöllum í eigu Guðríðar Þorbjargar Valgeirsdóttur en ræktandi hennar er Mette Pedersen.
Óhætt er að segja að íslenski fjárhundurinn hafi slegið í gegn á sýningunni. Hundurinn sem kom sá og sigraði var íslenski fjárhundurinn Stefsstells Skrúður. Skrúður varð besti öldungur sýningar og besti hundur sýningar og toppaði með því að verða stigahæsti öldungur ársins. Skrúður er í eigu Vigdísar Elmu Cates en ræktandi hans er Stefanía Sigurðardóttir.
Stigahæsti hundur ársins er afghan hound hundurinn Glitnir Vestri sem varð einnig annar besti hundur sýningar á sýningunni. Hann er í eigu Valdísar Vignisdóttur en ræktandi hans er Valgerður Júlíusdóttir.
Hér er hægt að nálgast úrslit sýningarinnar.
Hér er hægt að nálgast lista yfir stigahæstu hunda ársins.
Hér er hægt að nálgast lista yfir stigahæstu öldunga ársins.
Listi yfir stigahæstu ræktendur ársins er í vinnslu.
Á heimasíðu Ungmennadeildar HRFÍ má sjá úslit frá keppni ungra sýnenda og hverjir voru stigahæstu ungu sýnendur ársins.
Myndir frá sýningunni birtast á Facebook-síðu HRFÍ, unnið er að því að koma öllum myndum inn.