Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Skref í rétta átt – En betur má ef duga skal

13/10/2017

 
Fyrirhugaðar eru breytingar á reglugerð um hollustuhætti, þannig að eigendum eða rekstraraðilum veitingastaða verði heimilt að leyfa gestum að koma með gæludýr inn á veitingastaði, að uppfylltum tilteknum skilyrðum.  Af því tilefni óskaði Umhverfisráðuneytið eftir umsögnum með auglýsingu birtri á vef ráðuneytisins 28. september s.l.
HRFÍ hefur allt frá árinu 2015 barist fyrir breytingum á víðtæku banni reglugerðarinnar þar sem hundum er meinaður aðgangur að húsrými og lóðum sem talin eru upp í fylgiskjali 3 með reglugerðinni.  Að áliti HRFÍ felur takmörkunin í sér verulega skerðingu á rétti hundaeigenda til að stunda venjulegt líf sem og skerðingu þess að hægt sé að halda viðburði hjá félaginu í íþróttamannvirkjum án þess að það sé stutt rökum.  
 
Í þessu sambandi taldi félagið rétt að minna á að stjórnvöldum ber, við setningu íþyngjandi stjórnvaldsfyrirmæla, að gæta þess að mál sé nægilega rannsakað og að ekki megi ganga lengra en nauðsyn krefur til að ná fram þeim markmiðum sem reglugerðinni er ætlað að ná fram, þ.e. að stuðla að framkvæmd hollustuverndar. Aðspurt um rök að baki hinu víðfeðma banni var því tilsvarað að meginástæðan fyrir banninu væri að vernda ofnæmissjúklinga fyrir ofnæmisvaka frá dýrum og koma í veg fyrir óþrif frá dýrum í húsrýmum og á lóðum sem heyrðu undir bannið.  Óskaði félagið eftir fundi til að ræða þessi sjónarmið og hitti þáverandi ráðherra 27 maí 2016.  Á þeim fundi var upplýst að unnið væri að endurskoðun reglnanna.
 
Félagið fagnar að sjálfsögðu þeim fyrirhuguðu breytingum sem boðaðar eru enda mikilsvert og jákvætt skref í átt að réttarbótum og hugarfarsbreytingu í garð hundaeigenda.  Hins vegar eru gerðar athugasemdir við þá aðferðarfræði að veita tilslökun á banni enda sé hún röng.  Hundur sé hluti fjölskyldunnar og almennt eigi hundafólk rétt til athafna og frelsis sem verði ekki skert nema sýnt sé fram á nauðsyn slíkrar takmörkunar.  Réttindabarátta félagsins heldur því áfram en betur má ef duga skal.
 
Hjálagt fylgir umsögn félagsins auk rannsókna sem kanna ofnæmisvaka tengdum gæludýrum í annars vegar almenningsvögnum í Helsinki og hins vegar frétt um íslenska rannsókn á ofnæmisvökum sem gerð var í skólastofu og íþróttahúsi að lokinni hundasýningu.
Umsögn HRFÍ um breytingu á reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti
File Size: 1661 kb
File Type: pdf
Download File

Ofnæmisvakar í skólastofu
File Size: 444 kb
File Type: pdf
Download File

Occurence of dog, cat and mite allegens in public transport vehicles
File Size: 2221 kb
File Type: pdf
Download File


Comments are closed.

    Eldri fréttir
    ​

    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole