Starfsmaðurinn, sem leitað er að mun koma að flestum þeim verkefnum sem skrifstofa félagsins hefur á sinni könnu í náinni samvinnu við framkvæmdastjóra og aðra starfsmenn. Þannig felur starfið meðal annars í sér almenn skrifstofustörf, undirbúning og framkvæmd viðburða (t.d. hundasýninga), umskráningu erlendra ættbóka, útgáfu ættbóka, umsjón með heilsufari og annað sem til fellur. Félagið er í örum vexti og eru fjölmörg spennandi verkefni framundan.
Við leitum að einstaklingi sem;
- býr yfir tölvuþekkingu, hefur áhuga á tækni og græjum og á auðvelt með að tileinka sér nýjungar
- er skipulagður, nákvæmur og áreiðanlegur
- hefur ríka þjónustulund og á auðvelt með samskipti
- hefur gott vald á íslensku og ensku, norðurlandamál er kostur
- hefur frumkvæði og getur tekið ábyrgð
- kann vel við og getur umgengist hunda