
Hvolpasýning og keppni ungra sýnenda
Hvolpasýningin fer fram föstudagskvöldið 23. júní og hefst hún kl. 18. Þar keppa 138 hvolpar af 36 tegundum í tveimur hvolpaflokkum, 3-6 mánaða og 6-9 mánaða, en bestu hvolpar tegunda keppa um bestu hvolpa sýningar síðar um kvöldið, áætluð er að úrslit hefjist um kl. 20.
Keppni ungra sýnenda hefst kl. 18 á sama stað í úrslitahring. Samtals eru 24 ungmenni skráð, 6 í yngri flokk og 18 í eldri flokk. Dómari í þeirri keppni verður Katrine Jeppesen frá Danmörku.
Dagskrá má sjá hér.

Laugardaginn 24. júní fer fram Reykjavík Winner sýning þar sem bestu hundar tegundar (BOB) og bestu hundar af gagnstæðu kyni í tegund (BOS) fá nafnbótina RW-17 og sunnudaginn 25. júní fer fram alþjóðleg sýningin. Þangað mæta um 1.300 hundar í dóm og hefjast dómar báða daga kl. 9:00 í flestum hringjum og standa fram eftir degi.
Dagskrá má sjá hér.
Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundaeigendur, ræktendur og sýnendur. Einnig verða sölu- og kynningabásar á staðnum með ýmis tilboð.
Leyfilegt er að koma með sína eigin stóla og tjöld og sitja við sýningahringi. Sérstakt svæði verður fyrir tjöld, húsbíla, tjaldvagna og fellihýsi fyrir þá sem kjósa að gista á staðnum, salerni verður á staðnum en því miður ekki rafmagn.
Vinsamlegast athugið að tjöld á sýningasvæðinu sjálfu mega ekki vera stærri en 3m x 3m og þau verða að vera staðsett minnst 3 metrum frá sýningahringjum.
Ekki er leyfilegt að setja upp tjöld við hringi fyrr en eftir að uppsetningu lýkur á fimmtudeginum 22. júní, kl. 21.00! ATH ekki er leyfilegt að taka frá svæði!
Salerni verða inn í reiðhöllinni og kamrar verða á sýningasvæðinu.
Ungmennadeild verður með veitingasölu um helgina á svæðinu.
Næg bílastæði eru á túni við hlið sýningasvæðis og eru gestir beðnir um að leggja bílum þannig að umferð um svæðið sé greið og halda plássi næst inngangi á sýningasvæði auðu.
Góða skemmtun!