Á laugardeginum mæta 550 hundar á NKU Norðurlandasýninguna en dómar hefjast kl. 9 í öllum hringjum. Alþjóðlega sýning fer fram á sunnudeginum þar sem 544 hundar keppa og byrja allir dómhringir kl. 9:00.
Keppni ungra sýnenda fer fram á föstudagskvöldið og er dómarinn að þessu sinni Tammie Sommerson-Wilcox frá Bandaríkjunum. Að þessu sinni eru 22 ungmenni skráð. Keppni hefst klukkan 18:00 á eldri flokki og verður í úrslitahringnum.
Hér má sjá dagskrá sýningar
Hér má sjá PM hringja sýningar
Skipulag svæðisins og hringja má sjá hér að neðan, hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri.
Yfirlit yfir bílastæði má sjá hér að neðan, hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.
Athugið að svæði C verður ekki hægt að nota á laugardeginum. Svæði I eru stæðin með fram Flókagötu milli bílasvæða F og G.
Íþróttadeild mun sjá um sjoppuna en þau eru í fjáröflun til að geta keypt sér langþráð ný tæki. Við hvetjum alla til að versla hjá þeim og styðja gott málefni í leiðinni. Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundaeigendur, ræktendur og sýnendur. Einnig verða sölu- og kynningabásar á staðnum með ýmis tilboð og hvetjum við ykkur til að kíkja á sölubása. Félagið verður einnig með rósettur af öllum stærðum og gerðum til sölu til að fagna góðum árangri.
Vinsamlega athugið að lausaganga hunda á svæðinu er stranglega bönnuð og skulu allir hundar vera í taumi og á eru þeir alfarið á ábyrgð eigenda sinna. Við hvetjum félagsmenn til að virða reglur og samþykktir varðandi hundahald.