
Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að skil á gögnum er nokkuð ábótavant sem tefur fyrir skráningu auk þess sem eyðublöðin eru oft ekki útfyllt með fullnægjandi hætti. Eru ræktendur félagsins því hvattir til að gera úrbætur og styðjast við gátlistann fyrir ræktendur og fylgja þeim fyrirmælum sem þar koma fram.
Komið hefur til skoðunar að þær gotskráningar sem innihalda öll umbeðin gögn muni fá forgang við skráningu gotsins.
Meðfylgjandi má sjá reglur um skráningu í ættbók og þar er að finna þær kröfur sem gerðar eru til allra tegunda og listi yfir þær tegundir sem eru með sérkröfur. Eins má sjá í viðhengi gátlista fyrir ræktendur þar sem kemur fram þau gögn sem þurfa að fylgja við skráningu. Þau eyðublöð sem ræktendur þurfa að skila inn með gotskráningum má finna hér.
![]()
| ![]()
|