Við erum bjartsýn að geta opnað fyrir skráningu á sýninguna í þessari viku, eða þeirri næstu en við biðjum ykkur félagsmenn að sýna okkur biðlund á meðan við klárum málið.
Fylgist einnig vel með fréttum á vefnum og á Facebook.
Skráningafrestir verða eftirfarandi (gætu örlítið breyst en verða auglýstir þegar við opnum skráningu):
Gjaldskrá 1: 20. janúar (sunnudagur kl. 23:59)
Gjaldskrá 2: 27. janúar (sunnudagur kl. 23:59)
Síðasti skiladagur á umsóknum um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt ÖLLUM viðeigandi gögnum í SÍÐASTA LAGI 16. JANÚAR til þess að tryggja að skráning náist.