Annars vegar er það fyrirlestur Silju Unnarsdóttur, dýralæknis, miðvikudaginn 10. febrúar kl. 21.00 og rúmlega viku síðar, eða fimmtudaginn 18. febrúar kl. 20:00, verður Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari, með fyrirlestur.

Silja Unnarsdóttir, dýralæknir, fer yfir þá þætti sem snúa að almennri umhirðu hunda ásamt því að fjalla um nokkra algenga sjúkdóma sem dýralæknar sjá í störfum sínum.
Fyrirlesturinn miðar að því að uppfræða hinn almenna hundeiganda um umhirðu og sjúkdóma með það fyrir augum að ýta undir langlífi og velferð hundanna okkar.
Fyrirlesturinn fer fram á Zoom og verður tengill settur inn í viðburðinn þegar nær dregur.

Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari, mun fræða okkur um hvernig best er að byggja upp traust á milli hunds og eiganda og færni hjá hundinum til að takast á við þau verkefni sem fyrir hann eru lögð.
Hún mun fjalla um hvernig við mætum einstaklingnum í þjálfun og hjálpum honum að öðlast færni til að líða vel í eigin skinni og lifa heilbrigðu og góðu lífi í sátt við umhverfi sitt.
Fyrirlesturinn fer fram á Zoom og verður tengill settur inn í viðburðinn þegar nær dregur.