Tíu dómarar frá Lítháen, Svíþjóð, Austríki, Finnlandi, Pólland og Íslandi dæma í sjö sýningarhringjum samtímis.
Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundeigendur og sýnendur, auk þess sem á staðnum er sölu- og kynningabásar þar sem ýmis tilboð verða í gangi.
Áhorfendum er leyfilegt að koma með sína eigin stóla og tjöld og sitja við sýningahringi. Sérstakt svæði verður fyrir tjöld, húsbíl, tjaldvagna og fellihýsi fyrir þá sem kjósa að gista á staðnum, salerni verður á staðnum en því miður ekki rafmagn. Vinsamlega athugið að tjöld inná sýningasvæðinu sjálfu mega ekki vera stærri en 3m x 3m og þau verða að vera staðsett minnst 5 metrum frá sýningahringjum.
Salerni verða inní reiðhöllinni í Víðidal og kamrar verða á sýningasvæðinu, ungmennadeild mun verða með veitingasölu í stóru tjaldi á sýningasvæðinu.
Hér má sjá dagskrá helgarinnar.