Föstudaginn 8. júní verður hvolpasýning Royal Canin og keppni ungra sýnenda. Laugardaginn 9. júní verður NKU Norðurlandasýning og Reykjavík Winner en sunnudaginn 10. júní verður alþjóðlegsýning. Kynningu á NKU Norðurlandasýningum má lesa hér.
Dómarar helgarinnar verða: Birgit Seloy (Danmörk), Christian Jouanchicot (Frakkland), Dina Korna (Eistland), Hans Almgren (Svíþjóð), Jeff Horswell (Bretland), Morten Matthes (Danmörk), Sóley Halla Möller (Ísland) og Ozan Belkis (Tyrkland).
Búið er að opna fyrir skráningu á sýninguna og eru skráningafrestir eftirfarandi:
Gjaldskrá 1: 2. maí
Gjaldskrá 2: 11. maí
Umsóknir um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt öllum viðeigandi gögnum í síðasta lagi 27. apríl til þess að tryggja að skráning náist.
Skráningar á sýningar HRFÍ fara aðeins fram á skrifstofu HRFÍ eða í gegnum síma. Skrifstofa HRFÍ er opin virka daga frá kl. 10-15.
Álag er á símanum síðustu skráningardaga og því eru félagsmenn hvattir til þess að vera tímanlega í skráningu. Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir síðasta skráningadag.
Til þess að geta skráð þarf að gefa upp nafn hundsins í ættbók eða kennitölu skráðs eiganda og greiðsla þarf að fylgja skráningu. Aðeins er tekið við skráningum á hundum virkra félagsmanna (þ.e. þeirra sem hafa greitt árgjald félagsins), hægt er að ganga frá greiðslu árgjalds á sama tíma og skráð er á sýningu en ekki er hægt að greiða síðar.
Hægt er að greiða með reiðufé og öllum helstu kortum á skrifstofu. Hægt er að greiða með öllum helstu kreditkortum í gegnum síma ásamt nýlegum debetkortum. Nauðsynlegt er að hafa kortanúmer, gildistíma og öryggisnúmer eigi að greiða í gegnum síma.
Ekki er í boði að millifæra fyrir sýningagjöldum og skráningar eru ekki teknar gildar ef greiðsla fylgir ekki.
Dómaraáætlun
Eftirtaldir dómarar dæma tilgreindar hundategundir. Aðrir dómarar sýningar sem hafa tilskilin réttindi eru varadómarar, forfallist dómari sem skráður er á tegund eða fjöldi skráðra hunda gerir það nauðsynlegt.
Laugardagur 9. júní:
Tegundahópur 1:
Australian shepherd: Morten Matthes, DK
Border collie: Morten Matthes, DK
Collie smooth & rough: Morten Matthes, DK
German shepherd dog, long-haired & short-haired: Morten Matthes, DK
Shetland sheepdog: Morten Matthes, DK
Tegundahópur 2:
Schnauzer, allar stærðir og litir: Christian Jouanchicot, FRA
Tegundahópur 3: Birgit Seloy, DK
Tegundahópur 4/6: Jeff Horswell, UK
Tegundahópur 5:
Íslenskur fjárhundur: Sóley Halla Möller, ÍSL
Siberian husky: Sóley Halla Möller, ÍSL
Tegundahópur 7: Dina Korna, EIS
Tegundahópur 8:
American cocker spaniel: Hans Almgren, SE
English cocker spaniel: Hans Almgren, SE
English springer spaniel: Hans Almgren, SE
Flat-coated retriever: Hans Almgren, SE
Golden retriever: Hans Almgren, SE
Labrador retriever: Jeff Horswell, UK
Nova scotia duck tolling retriever: Hans Almgren, SE
Tegundahópur 9:
Chihuahua, smooth-haired & long-haired: Dina Korna, EIS
Papillon: Dina Korna, EIS
Tegundahópur 10: Jeff Horswell, UK
Sunnudagur 10. júní
Tegundahópur 1:
Australian shepherd: Dina Korna, EIS
Collie, rough & smooth: Dina Korna, EIS
German shepherd dog, long-haired & short-haired: Dina Korna, EIS
Shetland sheepdog: Dina Korna, EIS
White swiss shepherd dog: Dina Korna, EIS
Tegundahópur 2:
Schnauzer, allar stærðir og litir: Jeff Horswell, UK
Tegundahópur 3: Christian Jouanchicot, FRA
Tegundahópur 4/6: Hans Almgren, SE
Tegundahópur 5:
Íslenskur fjárhundur: Morten Matthes, DK
Pomeranian: Sóley Halla Möller, ÍSL
Siberian husky: Morten Matthes, DK
Tegundahópur 7: Hans Almgren, SE
Tegundahópur 8:
Labrador retriever: Sóley Halla Möller, ÍSL
Tegundahópur 9:
Cavalier king Charles spaniel: Birgit Seloy, DK
Chihuahua, smooth-haied & long-haired: Birgit Seloy, DK
Papillon: Birgit Seloy, DK
Pug: Birgit Seloy, DK
Russian toy, smooth-haired & long-haired: Birgit Seloy, DK
Shih tzu: Hans Almgren, SE
Tibetan spaniel: Birgit Seloy, DK
Tibetan terrier: Birgit Seloy, DK
Tegundahópur 10: Christian Jouanchicot, FRA