Stjórn hafði áður tekið ákvörðun um að beita ekki slíku úrræði, heldur leggja frekar úkraínska hundaræktarfélaginu lið eftir fremsta megni. Harka hefur færst í stríðsrekstur Rússa í Úkraínu og tók stjórn HRFÍ þá ákvörðun að fylgja fordæmi aðildarfélaga í NKU og hætta umskráningum á ættbókum frá þessum löndum á meðan á stríði stendur. Tekur þetta gildi 1. mars 2023.
Þá tók stjórn HRFÍ ákvörðun um að bjóða ekki sýningadómurum sem þiggja boð að dæma á sýningum í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, að dæma að á sýningum undir merkjum HRFÍ.