Næstu helgi, 24.-25. ágúst, er komið af 50 ára afmælissýningu félagsins sem verður haldin hátíðleg á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Skráning á sýninguna gekk vonum framar en skráðir eru rétt tæplega 1.400 hundar sem munu etja kappi á þessum tveimur sýningum!
Á laugardeginum er NKU Norðurlandasýning en alþjóðleg sýning fer fram á sunnudeginum. Allir dómhringir byrja kl. 9:00 báða daga. Á sunnudeginum verður boðið upp á dásemdar afmælisköku!
Dómarar helgarinnar verða: Ann Ingram (Írland), Arne Foss (Noregur), Eeva Rautala (Finnland), Francesco Cochetti (Ítalía), Jochen Eberhardt (Þýskaland), Jouko Leiviskä (Finnland), Karl Erik Johansson (Svíþjóð), Ralph Dunne (Írland), Sonny Ström (Svíþjóð) og Tomas Rohlin (Danmörk).
Keppni ungra sýnenda fer fram á laugardeginum og dómari verður Angela Lloyd frá Bandaríkjunum. Að þessu sinni eru 27 ungmenni skráð. Keppni hefst kl. 12:15 á yngri flokki og verður í úrslitahringnum.
UPPFÆRT 24.08.2019: Áríðandi tilkynning vegna breytinga á skipulagi sýningar 25. ágúst!
Hér er hægt að sjá dagskrá og PM (dagskrá hringja)
Hér má finna umsagnir, niðurstöður og sýningaskrár sýninganna
Uppsetning sýningar fer fram á föstudeginum 23. ágúst. Ekki verður heimilt að tjalda á túninu fyrr en uppsetningu er lokið og leyfi hefur verið veitt, það er áætlað kl. 17. Vinsamlegast athugið að tjöld við sýningarhringi mega ekki vera stærri en 3m x 3m og þau verða að vera staðsett minnst 3 metrum frá sýningahringjum. Stærri tjöldum má tjalda fjarri sýningarhringjum. Við minnum á að umgengni um svæðið þarf að vera til algjörrar fyrirmyndar og hvetjum við félagsmenn til að nýta sér ruslafötur á svæðinu.
Vinsamlegast skoðið myndina hér að neðan hvar má tjalda, en fyrirkomulagið er breytt frá því í fyrra en svipað því sem var á júnísýningunni.
Skipulag svæðisins og hringja má sjá hér að neðan, hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri
Yfirlit yfir bílastæði má sjá hér að neðan, hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.
Salerni er á svæðinu, grill sem hægt er nýta og nóg af ruslafötum en einnig er ruslagámur og flöskusöfnun fyrir skáta á svæðinu. Félagsmenn eru hvattir til að ganga vel um svæðið og gæta að því að hreinsa upp eftir hundana ásamt því að hirða eftir sig allt rusl. Mjög gott tjaldsvæði er á túninu ef fólk vill gista en skátafélagið Hraunbúar sjá um og reka tjaldsvæðið. Svæðið er vaktað yfir nóttina en Hundaræktarfélag Íslands tekur enga ábyrgð á verðmætum sem kunna að vera skilin eftir.
Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundaeigendur, ræktendur og sýnendur. Íþróttadeild mun sjá um sjoppuna og einnig verður fjöldi sölu- og kynningabásar á staðnum með ýmis tilboð og hvetjum við ykkur til að kíkja á sölubása. Félagið verður einnig með rósettur af öllum stærðum og gerðum til sölu til að fagna góðum árangri.
Vinsamlega athugið að lausaganga hunda á svæðinu er stranglega bönnuð og skulu allir hundar vera í taumi og á eru þeir alfarið á ábyrgð eigenda sinna. Við hvetjum félagsmenn til að virða reglur og samþykktir varðandi hundahald.