Allir dómhringir byrja kl. 9:00 báða daga og áætlað að úrslit hefjist kl. 15 á laugardag en kl. 15:30 á sunnudag. Gera má ráð fyrir að þau standi til u.þ.b. kl. 17:30/18.
Dómarar helgarinnar verða: Adam Ostrowski (Pólland), Astrid Lundava (Eistland), Bertil Lundgren (Svíþjóð), Hedi Kumm (Eistland), Leif Herman Wilberg (Noregur), Marie Petersen (Danmörk), Michael Leonard (Írland) og Mikael Nilsson (Svíþjóð).
Keppni ungra sýnenda fer fram á laugardeginum og dómari verður Mikael Nilsson. Að þessu sinni eru 27 ungmenni skráð. Keppni hefst eftir að tegundadóma í hring 4, um 13:15, og hefst á eldri flokki.
Hér er hægt að sjá dagskrá og PM (dagskrá hringja)
Úrslit, umsanig og sýningaskrá má finna á hundavefur.is
Uppsetning sýningar fer fram á föstudeginum 10. júní. Ekki verður heimilt að tjalda á túninu fyrr en uppsetningu er lokið og leyfi hefur verið veitt, það er áætlað kl. 18 en gæti orðið seinna. Vinsamlegast athugið að tjöld við sýningarhringi mega ekki vera stærri en 3m x 3m og þau verða að vera staðsett minnst 2 metrum frá sýningahringjum. Stærri tjöldum má tjalda fjarri sýningarhringjum.
Við minnum á að umgengni um svæðið þarf að vera til algjörrar fyrirmyndar og hvetjum við félagsmenn til að nýta sér ruslafötur á svæðinu.
Vinsamlega athugið að lausaganga hunda á svæðinu er stranglega bönnuð og skulu allir hundar vera í taumi og á eru þeir alfarið á ábyrgð eigenda sinna. Við hvetjum félagsmenn til að virða reglur og samþykktir varðandi hundahald.
Vinsamlegast skoðið myndina hér að neðan hvar má tjalda, en fyrirkomulagið er breytt frá því sem áður var.
Skipulag svæðisins og hringja má sjá hér að neðan.
Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundaeigendur, ræktendur og sýnendur. Félagið verður einnig með rósettur af öllum stærðum og gerðum til sölu til að fagna góðum árangri.
Hlökkum til að sjá ykkur!