Á keppninni verður dæmt í þremur hringjum samtímis og skiptist svona:
Hringur 1: Unghundaflokkur (48) (9-24 mánaða)
Hringur 2: Hvolpaflokkur (29) (4-9 mánaða) og svo öldungaflokkur (7) (8 ára+)
Hringur 3: Opinn flokkur (45) (2-8 ára)
Fyrir kl. 10 verður dregið í fyrstu hollin í umferð 1. Í fyrstu umferð eru allir hundarnir í aldursflokki sýndir í 3-4ra hunda hollum. Í hverju holli eru tveir hundar valdir áfram í næstu umferð. Í umferð tvö eru allir hundar sýndir sem komust áfram úr fyrstu umferð, á sama hátt, og svo koll af kolli þar til fjórir standa eftir sem raðað er í sæti. Þrír eða fjórir dómarar eru í hverjum hring og dæmir einn í einu hvert holl. Allir hringir verða í gangi samtímis.
Þátttökunúmer fyrir keppnina ættu að vera að detta inn í pósthólf þátttakenda (endilega athugið spam og rusl ef þið finnið ekki númerin). Á númerinu er merkt nafn einhvers dómara sem verður ekki endilega sá dómari sem dæmir hundinn.
Dómarar keppninnar verða Auður Sif Sigurgeirsdóttir, Ásta María Guðbergsdóttir, Daníel Örn Hinriksson, Herdís Hallmarsdóttir, Lilja Dóra Halldórsdóttir, Sóley Halla Möller, Sóley Ragna Ragnarsdóttir, Viktoría Jensdóttir, Þorsteinn Thorsteinson og Þórdís Björg Björgvinsdóttir.
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við skrifstofu á hrfi@hrfi.is eða í síma 588-5255.
Hlökkum til að sjá ykkur á Víðistaðatúni með bros á vör og munum að ganga vel um þetta fallega svæði!