Föstudagskvöldið 23. nóvember verður haldin hvolpasýning Royal Canin sem mun hefjast kl. 18, en þar keppa 180 hvolpar um titilinn “Besti hvolpur sýningar” í tveimur aldursflokkum, 3-6 mánaða og 6-9 mánaða.
Keppni ungra sýnenda hefst kl. 17 á föstudaginn þar sem 29 ungmenni eru skráð til leiks en dómari í þeirri keppni verður Louise Dufwa frá Svíþjóð.
Laugardag og sunnudag verður haldin NKU Norðurlandasýning og Crufts Qualification sýning þar sem samtals 623 hundar mæta í dóm og keppa um titilinn "Besti hundur sýningar". Dómar munu hefjast kl. 9.00 báða daga og verður dæmt í fimm hringjum. Dómarar sýningar eru Elina Haapaniemi (Finnland), Eva Nielsen (Svíþjóð), Kari Granaas Hansen (Noregi), Leif Herman Wilberg (Noregi) og Juha Kares (Finnlandi).
Á þessari sýningu verða einnig stigahæsti hundur og öldungur ársins heiðraðir sem og afreks- og þjónustuhundar ársins.
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá hringja á sýningunni - ATH. að þessi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar á röðun tegunda inn í hring.

Dagskrá hvolpasýningar 23. nóvember |

Dagskrá sýningar 24.-25. nóvember |

Dagskrá úrslita 23.-25. nóvember |