Föstudagskvöldið 24. nóvember verður hvolpasýning Royal Canin sem hefst kl. 18.00, en þar keppa 161 hvolpur um titilinn “Besti hvolpur sýningar” í tveimur aldurs flokkum, 3-6 mánaða og 6-9 mánaða. Á sama tíma fer fram keppni ungra sýnenda þar sem 28 ungmenni eru skráð til leiks.
Alþjóðleg sýning fer svo fram á laugardag og sunnudag þar sem samtals 670 hundar mæta í dóm. Dómar munu hefjast kl. 9.00 báða daga og verður dæmt í fimm hringjum. Dómarar sýningar eru Frank Kane (Bretland), Gerard Jipping (Holland), Marija Kavcic (Slóvenía), Marie Thorpe (Írland) og Nils Molin (Svíþjóð).
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá hringja á sýningunni - ATH. að þessi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar á röðun tegunda inn í hring.
![]()
![]()
| ![]()
|