Sýningin er Norðurlandasýning og Crufts qualification sýning.
Sýningin verður haldin helgina 27.-28. nóvember á nýju sýningasvæði, í reiðhöll Spretts í Kópavogi.
Samkomutakmarkanir vegna Covid hafa tekið nokkrum breytingum undanfarið, en samkvæmt núgildandi reglum geta að hámarki 500 manns komið saman, að því gefnu að allir beri andlitsgrímu og framvísi neikvæðri niðurstöðu úr PCR eða hraðprófi (rapid test) sem er innan við 48 klst. gamalt. Undanskildir þessum kröfum eru þeir sem fæddir eru 2016 eða síðar. Þessar takmarkanir munu því gilda um sýninguna og verður sú krafa gerð að allir sem koma inn á sýningasvæðið framvísi slíku prófi og beri grímu.
Þá er þess einnig krafist að haldin sé skrá yfir gesti sýningar en hægt er að forskrá sig HÉR, sem mun flýta fyrir innritun á sýningasvæðið.
Ágústsýningarnar gengu mjög vel þrátt fyrir miklar takmarkanir og við höfum fulla trú á að við getum látið þetta ganga upp líka með hjálp félagsmanna!
Gefið var út að hámarksfjöldi skráninga á sýninguna væri 1000 og þá myndi skráningakerfi loka sjálfkrafa, en sú tala var hækkuð í 1150 þegar tókst að bæta við 7nda dómaranum. Skráningar fylltust þó fyrir lok skráningafrests. Það er því ljóst að metið frá því í ágúst er rækilega slegið og Winter Wonderland sýning 2021 verður stærsta sýning félagsins frá upphafi.
Dæmt verður í 7 hringjum báða daga og verður hvorum degi skipt upp í tvö holl, fyrir og eftir hádegi, þar sem síðara holl hefst kl. 13:00. Mælst er til þess að sýningasvæði sé yfirgefið er hundur hefur lokið dómi, til að takamarka fjölda fólks á svæðinu.
Við minnum félagsmenn á þau ákvæði í reglugerð nr. 80/2016 er varðar velferð gæludýra þegar valdir eru sýningartaumar og ólar. Félagið hvetur félagsmenn til að nýta sér búnað sem er í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.
Upplýsingar um hraðpróf má finna meðal annars hér:
hradprof.covid.is | Forsíða
COVIDTEST.is
COVID-19 Skyndipróf

Dagskrá - Nóvember 2021 |

PM - Nóvember 2021 |

Dagskrá úrslita |