
Þetta er stærsta sýning ársins en alls eru 842 hundar skráðir sem keppa yfir helgina auk 26 ungmenna sem keppa í keppni ungra sýnenda á laugardeginum kl. 12:00 í hring 2. Dómar hefjast kl. 9:00 í dómhringjum og er áætlað að úrslit hefjist kl. 14:30.
Dómarar helgarinnar verða: Antonio Di Lorenzo (Noregur), Ásta María Guðbergsdóttir (Ísland), Hans Van den Berg (Holland), Karen Gilliland (Írland), Kurt Nilsson (Svíþjóð) og Saija Juutilainen (Finnland). Anna Guðjónsdóttir dæmir keppni ungra sýnenda.
Dagskrá og PM má finna hér
Umsagnir, sýningaskrá og úrslit má nálgast hér:
Umsagnir:https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190347?session_locale=en_GB
Sýningaskrá:https://www.hundeweb.dk/udstilling-katalog/udstilling/190347/?session_locale=en_GB
Niðurstöður úr úrslitahring: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190347/storering
Umsagnir og úrslit birtast samstundis en ath. að sýningaskrá opnast ekki fyrr en klukkustund áður en sýningin hefst.
Minnum félagsmenn og gesti á að passa umgengnina yfir helgina og biðjum við ykkur að hafa eftirfarandi í huga:
- Hundar eru EKKI leyfðir í áhorfendastúku eða anddyri Reiðhallarinnar.
- Hundur á sýningasvæði skal vera í stuttum taumi og tryggt að hundur sé ávalt undir stjórn ábyrgðaraðila hans. Hundar mega ekki vera í útdraganlegum taumi.
- Þeir sýnendur sem eru með SNYRTIBORÐ með sér þurfa að vera með undirbreiðslu undir borðið. Til dæmis má nota teppi, handklæði eða plastundirbreiðslu.
- Hirða þarf upp eftir hundinn INNI OG ÚTI og þrífa með þess tilgerðum áhöldum. Pokar, sótthreinsisprey og pappír er sem fyrr að finna m.a. á borðum við hringi. Við hvetjum fólk til þess að tryggja það að ræsta hundana ÁÐUR en komið er inn í höll og benda öðrum þátttakendum á að hirða upp eftir sína hunda fari það fram hjá þeim.
- Gúmmíkústar verða staðsettir við hringina, þeir eru tilvaldir til þess að sópa hár af teppum. Hikið ekki við að grípa í kúst og haldið svæðinu í kringum ykkur hreinu.
- Með samstilltu átaki getum við sýnt og sannað að við getum verið til fyrirmyndar þegar kemur að umgengni en vitað er að það er ein helsta gagnrýni á hundahald. Okkur langar ekkert að vera úti í kulda og frosti á vetrarsýningu.