Hundaræktendur sem standa undir nafni, bera ávalt heilsu og vellíðan ræktunardýra og afkvæma þeirra fyrir brjósti. Ræktendur Hundaræktarfélags Íslands undirgangast vel skilgreindar lágmarkskröfur sem miða að því að tryggja þetta og ræktunin og val á nýjum eigendum byggir alltaf á því að hvolpurinn geti átt gott og ánægjuríkt líf til gagnsemi og gleði fyrir eigandann og samfélagið.
FH. Hundaræktarfélags Íslands,
Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ
Hér að neðan má nálgast undirritað PDF skjal með yfirlýsingunni og hér er tengil á frétt Matvælastofnunar um lokun starfseminnar sem um ræðir.

Yfirlýsing HRFÍ |