Skilmálar sem eiga við þegar skráð er á sýningu í gegnum Hundeweb DKK
- Eigendaupplýsingar
- Með því að samþykkja þessa skilmála og skrá á sýningu HRFÍ, heimilar eigandi hunds að eigendaupplýsingar birtist/séu gefnar upp í tengslum við nafn skráðs hunds, hvort sem er á prentuðu formi eða rafrænu, t.d. (en ekki einskorðað við) í prentuðum sýningaskrám félagsins eða í félagsblaði, á heimasíðu eða á samfélagsmiðlunum á vegum félagsins.
- Félagsaðild
- Með því að samþykkja þessa skilmála staðfestir eigandi hunds að hann sé virkur félagsmaður, með greitt árgjald það ár sem sýningin fer fram.
- Allar skráningar sem berast frá eigendum sem ekki eru virkir félagsmenn eru ógildar.
- Ef félagsgjald hefur ekki verið greitt, þarf að greiða það hjá skrifstofu HRFÍ fyrir skráningu á sýningu.
- Greiðsla og verð
- Verð er samkvæmt gjaldskrá félagsins sem finna má á heimasíðu félagsins hér: http://www.hrfi.is/gjaldskraacute.html
- Greitt er í gegnum öruggt greiðslu kerfi DIBS, öll kortanúmer eru dukóðuð.
- Hægt er að nota Mastercard, Maestro, Visa og Visa Elektron til að greiða.
- Staðfesting á greiðslu
- Staðfesting kemur á skráð netfang fyrir skráningunni og greiðslunni. Staðfestingin berst frá Hundeweb/DKK, ekki HRFÍ.
- Ef staðfesting kemur ekki vinsamlegast skoðið fyrst rusl og spam möppur post hólfsins, hafið annars samband við hrfi@hrfi.is.
- Breyting á skráningu eða endurgreiðsla
- Sýningagjald fæst ekki endurgreitt nema í samræmi við 17. grein sýningareglna félagsins.
- Ef breyta á skráningu hunds á sýningu, þ.e. skipta um flokk, skal hafa samband við skrifstofu HRFÍ.
- Hundur fæst ekki afskráður á sýningu eftir að hann hefur verið skráður og sýningargjöld greidd.