Skráning á sýningar
Hægt er að skrá á sýningar HRFÍ á netinu og greiða með korti í gegnum vefsíðu Hundavefur.is. Ef fólk kýs að gera það ekki, er hægt að skrá á sýningu með því að nýta skráningablöðin hér að neðan. Ekki er tekið við skráningum í gegnum síma eða á skrifstofu félagsins frá 1. janúar 2020.
Eigandi/eigendur hunds sem skráður er á sýningu HRFÍ skal vera virkur félagsmaður, með greitt árgjald, í HRFÍ, eða félagi viðurkenndu af HRFÍ, það ár sem sýningin fer fram. Ef eigandi hefur ekki greitt félagsgjald skal hafa samband við skrifstofu HRFÍ til að ganga frá greiðslu á því áður en skráð er á sýningu. Hundar skráðir á sýninguna með íslenska eigendur skulu vera skráðir í HRFÍ. Aðrir hundar verða að vera skráðir hjá öðrum hundaræktunarfélögum samþykktum af FCI.
Skráning og greiðsla þarf að hafa borist félaginu áður en síðasta skráningadegi lýkur.
Eigandi/eigendur hunds sem skráður er á sýningu HRFÍ skal vera virkur félagsmaður, með greitt árgjald, í HRFÍ, eða félagi viðurkenndu af HRFÍ, það ár sem sýningin fer fram. Ef eigandi hefur ekki greitt félagsgjald skal hafa samband við skrifstofu HRFÍ til að ganga frá greiðslu á því áður en skráð er á sýningu. Hundar skráðir á sýninguna með íslenska eigendur skulu vera skráðir í HRFÍ. Aðrir hundar verða að vera skráðir hjá öðrum hundaræktunarfélögum samþykktum af FCI.
Skráning og greiðsla þarf að hafa borist félaginu áður en síðasta skráningadegi lýkur.
Skráning á sýningar á netinu
Mælt er með að stilla síðuna á íslensku eða ensku eftir að þið opnið Hundavefur.is
Skref fyrir skref leiðbeiningar:
Skref fyrir skref leiðbeiningar:
- Fyrsta sem þarf að gera er að fara inn á sinn aðgang undir “Mín síða” hér á hundavefur.is.
- Ef þú átt ekki aðgang þarf að stofna aðgang og áður en lengra er haldið þarf að staðfesta aðganginn, póstur er sendur á netfangið sem notað var til að stofna aðgang með staðfestingar tengli.
- Að því loknu er hægt að fara undir sýningar, smella á sýninguna og þar valið “vefskráning” við þá sýningu sem á að skrá á (ath. það þarf að vera innskráður til að hægt sé að skrá á sýninguna eins og kemur fram í skrefi 1).
- Fletta þarf upp ættbókarnúmeri (t.d. IS15900/10) hundsins til að geta skráð hann á sýninguna.
- Ef hann er ekki skráður í kerfið þarf að stofna hundinn, þá er valið “Enter new unknown dog”. Óþarfi er að skanna inn ættbók og eignarhaldsstaðfestingu þrátt fyrir að kerfið biðji um það.
- Þegar hundurinn er fundinn/stofnaður er valinn viðeigandi flokkur.
- ATH að til að skrá í vinnuhundaflokk þarf að hafa náð lágmarks vinnuárangri fyrir tegundina og til að skrá í meistaraflokk þarf að vera með staðfestann meistaratitil.
- Síðan velur eigandi hvort hann vilji að eigendaupplýsingar birtist í sýningaskrá og úrslitum sýningar eða ekki.
- Þá kemur upp síða sem sýnir hvaða hund þú varst að skrá og á hvaða sýningu. Ef það á að skrá annan hund þá er hægt að velja „Enter another dog“/"skrá annan hund á sýninguna" eða „enter this dog to another show“/"skrá þennan hund á aðra sýningu" ef það á að skrá hundinn á aðra sýningu.
- Ef það á að skrá hundinn með afkvæmahóp (hundurinn er foreldrið) þá skal ýta á „Enter this dog in progeny group“.
- Þegar búið er að skrá fleiri hunda er hægt að virkja afslátt, afsláttur gildir ekki á hvolpa eða öldunga og bara á hunda með sama eða sömu eigendur.
- Ýtt er á nafn hunds og ýtt á „Vælg tilmeldt hund“, annar hundur er valinn í listanum sem kemur niður og valið „Attach“.
- Þá kemur þú aftur inn á síðuna með lista yfir hundana til að virkja afslátt
- Skrá þarf afkvæma- og/eða ræktunarhópa á sýninguna fyrir fram í gegnum kerfið
- Sjá frekari leiðbeiningar neðar á þessari síðu.
- Þegar þú hefur skráð þá hunda sem þú ætlar að skrá þá er farið í „Go to shopping trolley“, þá þarf að samþykkja skilmála og að þú hafir kynnt þér sýningarelgur HRFÍ og þaðan farið í „Go to payment“.
- Fyllið út greiðslu upplýsingarnar og smellið á „Pay by credit card“. Athugið að það er sendur SMS kóði sem þarf að fylla inn til að klára greiðsluna, ef greiðslan er ekki kláruð er skráningin ekki gild.
- Ef þú átt í vandræðum við skráningu hafðu samband við skrifstofu HRFÍ, hrfi@hrfi.is.
Skráning á sýningar með skráningaeyðublaði
Hægt er að skrá á sýningar HRFÍ með því að nota eftirfarandi eyðublöð og greiða með bankamillifærslu. Einungis er hægt að skrá með þessum hætti á gjaldskrá 1 fyrir hverja sýningu, dagsetning greiðslu gildir. Það er á ábyrgð eiganda að skila inn skráningablaði og kvittun fyrir síðasta skráningafrest, eftir að frestur rennur út er ekki tekið við skráningum.
- Prentið út viðeigandi eyðublað (notið eitt eyðublað fyrir hvern hund og hverja sýningu)
- Fylla þarf út alla þá reiti á blaðinu sem beðið er um, ef blöðin eru ekki að fullu útfyllt er skráning ógild.
- Skráningablaðinu skal fylgja greiðslukvittun fyrir skráningunni þar sem ættbókarnafn/númer hunds (nafni unga sýnandans) ásamt dagsetningu sýningar kemur fram í skýringu.
- Skráningablaðið og kvittun þarf að senda í pósti til skrifstofu HRFÍ. Einnig má skanna það inn og senda í tölvupósti eða skila því inn til skrifstofu. Ekki er tekið við greiðslum á skrifstofunni.
![]()
|
![]()
|
![]()
|
Ef upp koma vandræði við skráningu er hægt að fá aðstoð inn á facebook hópnum "HRFÍ - aðstoð við skráningar á sýningar" eða að hafa samband við skrifstofu á netfangið hrfi@hrfi.is eða í síma 588-5255.
Skráning á afkvæma-og ræktunarhóp
Skráð er í afkvæma- og ræktunarhópa fer fram í gegnum sama vef og skráning á hundum, hundavefur.is. Velja þarf rétta sýningu og síðan að fylgja neðangreindum skrefum. Afkvæmahópur er skráður um leið og foreldrið er skráð á sýninguna (ekki þarf að velja afkvæmin, þau eru valin á sýningunni) en ræktunarhóp er hægt að skrá annað hvort um leið og hundur úr ræktun viðkomandi er skráður á sýninguna eða sér.
5. Merkingar koma svona upp eins og sést hér með afkvæma- (avlsklasse) og ræktunarhóp (opdrætsklasse) þegar búið er að velja að skrá þessa hópa en það þarf að fara í Shopping trolley og staðfesta skráninguna, ásamt því að greiða fyrir hund í þessu dæmi, ekki er greitt fyrir skráninguna í ræktunar- eða afkvæmahópinn.
|
6. Hægt er að skrá ræktanda í ræktunarhóp ef búið er að skrá a.m.k. einn hund úr ræktuninni. Þá er smellt á "Enter breeder's group".
|
10. Hér er búið að skrá ræktunarhópinn en það þarf að fara í "Shopping trolley" og staðfesta skráninguna þar í gegn. Það kemur síðan staðfesting á netfang aðgangsins um skráninguna.