Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Skráning á sýningar

Hægt er að skrá á sýningar HRFÍ á netinu og greiða með korti í gegnum vefsíðu Hundavefur.is. Ef fólk kýs að gera það ekki, er hægt að skrá á sýningu með því að nýta skráningablöðin hér að neðan. Ekki er tekið við skráningum í gegnum síma eða á skrifstofu félagsins frá 1. janúar 2020.
Eigandi/eigendur hunds sem skráður er á sýningu HRFÍ skal vera virkur félagsmaður, með greitt árgjald, í HRFÍ, eða félagi viðurkenndu af HRFÍ, það ár sem sýningin fer fram. Ef eigandi hefur ekki greitt félagsgjald skal hafa samband við skrifstofu HRFÍ til að ganga frá greiðslu á því áður en skráð er á sýningu. Hundar skráðir á sýninguna með íslenska eigendur skulu vera skráðir í HRFÍ. Aðrir hundar verða að vera skráðir hjá öðrum hundaræktunarfélögum samþykktum af FCI.
Skráning og greiðsla þarf að hafa borist félaginu áður en síðasta skráningadegi lýkur.

Skráning á sýningar á netinu

Mælt er með að stilla síðuna á íslensku eða ensku eftir að þið opnið Hundavefur.is
Skref fyrir skref leiðbeiningar:
  1. Fyrsta sem þarf að gera er að fara inn á sinn aðgang undir “Mín síða” hér á hundavefur.is.
    1. Ef þú átt ekki aðgang þarf að stofna aðgang og áður en lengra er haldið þarf að staðfesta aðganginn, póstur er sendur á netfangið sem notað var til að stofna aðgang með staðfestingar tengli.
  2. Að því loknu er hægt að fara undir sýningar, smella á sýninguna og þar valið “vefskráning” við þá sýningu sem á að skrá á (ath. það þarf að vera innskráður til að hægt sé að skrá á sýninguna eins og kemur fram í skrefi 1).
  3. Fletta þarf upp ættbókarnúmeri (t.d. IS15900/10) hundsins til að geta skráð hann á sýninguna.
    1. Ef hann er ekki skráður í kerfið þarf að stofna hundinn, þá er valið “Enter new unknown dog”. Óþarfi er að skanna inn ættbók og eignarhaldsstaðfestingu þrátt fyrir að kerfið biðji um það.
  4. Þegar hundurinn er fundinn/stofnaður er valinn viðeigandi flokkur.
    1. ATH að til að skrá í vinnuhundaflokk þarf að hafa náð lágmarks vinnuárangri fyrir tegundina og til að skrá í meistaraflokk þarf að vera með staðfestann meistaratitil.
  5. Síðan velur eigandi hvort hann vilji að eigendaupplýsingar birtist í sýningaskrá og úrslitum sýningar eða ekki.
  6. Þá kemur upp síða sem sýnir hvaða hund þú varst að skrá og á hvaða sýningu. Ef það á að skrá annan hund þá er hægt að velja „Enter another dog“/"skrá annan hund á sýninguna" eða „enter this dog to another show“/"skrá þennan hund á aðra sýningu" ef það á að skrá hundinn á aðra sýningu.
    1. Ef það á að skrá hundinn með afkvæmahóp (hundurinn er foreldrið) þá skal ýta á „Enter this dog in progeny group“.
  7. Þegar búið er að skrá fleiri hunda er hægt að virkja afslátt, afsláttur gildir ekki á hvolpa eða öldunga og bara á hunda með sama eða sömu eigendur.
    1. Ýtt er á nafn hunds og ýtt á „Vælg tilmeldt hund“, annar hundur er valinn í listanum sem kemur niður og valið „Attach“.
    2. Þá kemur þú aftur inn á síðuna með lista yfir hundana til að virkja afslátt
  8. Skrá þarf afkvæma- og/eða ræktunarhópa á sýninguna fyrir fram í gegnum kerfið
    1. Sjá frekari leiðbeiningar neðar á þessari síðu.
  9. Þegar þú hefur skráð þá hunda sem þú ætlar að skrá þá er farið í „Go to shopping trolley“, þá þarf að samþykkja skilmála og að þú hafir kynnt þér sýningarelgur HRFÍ og þaðan farið í „Go to payment“.
    1. Fyllið út greiðslu upplýsingarnar og smellið á „Pay by credit card“. Athugið að það er sendur SMS kóði sem þarf að fylla inn til að klára greiðsluna, ef greiðslan er ekki kláruð er skráningin ekki gild.
  10. Ef þú átt í vandræðum við skráningu hafðu samband við skrifstofu HRFÍ, hrfi@hrfi.is.


Skráning á sýningar með skráningaeyðublaði

Hægt er að skrá á sýningar HRFÍ með því að nota eftirfarandi eyðublöð og greiða með bankamillifærslu. Einungis er hægt að skrá með þessum hætti á gjaldskrá 1 fyrir hverja sýningu, dagsetning greiðslu gildir. Það er á ábyrgð eiganda að skila inn skráningablaði og kvittun fyrir síðasta skráningafrest, eftir að frestur rennur út er ekki tekið við skráningum.
  1. Prentið út viðeigandi eyðublað (notið eitt eyðublað fyrir hvern hund og hverja sýningu)
  2. Fylla þarf út alla þá reiti á blaðinu sem beðið er um, ef blöðin eru ekki að fullu útfyllt er skráning ógild.
  3. Skráningablaðinu skal fylgja greiðslukvittun fyrir skráningunni þar sem ættbókarnafn/númer hunds (nafni unga sýnandans) ásamt dagsetningu sýningar kemur fram í skýringu.
  4. Skráningablaðið og kvittun þarf að senda í pósti til skrifstofu HRFÍ. Einnig má skanna það inn og senda í tölvupósti eða skila því inn til skrifstofu. Ekki er tekið við greiðslum á skrifstofunni.
Skráninga blað fyrir hund
File Size: 1939 kb
File Type: pdf
Download File

Skráningablað fyrir ræktunar- og afkvæmahópa
File Size: 1350 kb
File Type: pdf
Download File

Skráningablað fyrir unga sýnendur
File Size: 915 kb
File Type: pdf
Download File

Ef upp koma vandræði við skráningu er hægt að fá aðstoð inn á facebook hópnum "HRFÍ - aðstoð við skráningar á sýningar" eða að hafa samband við skrifstofu á netfangið hrfi@hrfi.is eða í síma 588-5255.

Skráning á afkvæma-og ræktunarhóp

Skráð er í afkvæma- og ræktunarhópa fer fram í gegnum sama vef og skráning á hundum, hundavefur.is. Velja þarf rétta sýningu og síðan að fylgja neðangreindum skrefum. Afkvæmahópur er skráður um leið og foreldrið er skráð á sýninguna (ekki þarf að velja afkvæmin, þau eru valin á sýningunni) en ræktunarhóp er hægt að skrá annað hvort um leið og hundur úr ræktun viðkomandi er skráður á sýninguna eða sér.
Picture
1. Hér er búið að skrá foreldrið á sýninguna og þá er valið "Enter this dog for Progeny group for this show"
Picture
2. Staðfesta skráningu á þessum hundi í afkvæmahóp

Picture
3. Hér er búið að skrá þennan hund með afkvæmahóp á sýninguna. 
Ef það á að skrá ræktanda þessa hunds í ræktunarhóp þá er smellt á "Enter the breeder of this dog for Breeder's group in this show"
Picture
4. Skrifa þarf inn ræktunarnafnið og smella á Next til að staðfesta

Picture
5. Merkingar koma svona upp eins og sést hér með afkvæma- (avlsklasse) og ræktunarhóp (opdrætsklasse) þegar búið er að velja að skrá þessa hópa en það þarf að fara í Shopping trolley og staðfesta skráninguna, ásamt því að greiða fyrir hund í þessu dæmi, ekki er greitt fyrir skráninguna í ræktunar- eða afkvæmahópinn.
Picture
6. Hægt er að skrá ræktanda í ræktunarhóp ef búið er að skrá a.m.k. einn hund úr ræktuninni. Þá er smellt á "Enter breeder's group".

Picture
7. Ættbókarnúmer hundsins sem er skráður er sett hér og smellt á Search.
Picture
8. Hér er síðan sett inn ræktunarnafn viðkomandi ræktanda sem er verið að skrá í ræktunarhóp.

Picture
10. Hér er búið að skrá ræktunarhópinn en það þarf að fara í "Shopping trolley" og staðfesta skráninguna þar í gegn. Það kemur síðan staðfesting á netfang aðgangsins um skráninguna.
Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249